persónuverndarstefna Lemon

Almennt

Djús ehf kt. 611112-1140, hér eftir Lemon, er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga hjá félaginu. Þessi stefna lýsir og útskýrir hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá félaginu.

Öll vinnsla persónuupplýsinga hjá félaginu fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga(persónuverndarlög), sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins(ESB) 2016/679.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi vinnslu og meðferð persónuupplýsinga hjá Lemon er þér velkomið að hafa samband með því að senda tölvupóst á [email protected]


Hvaða persónuupplýsingar vinnur Lemon með og í hvaða tilgangi?

Á vefsíðu Lemon, www.lemon.is er hægt að panta mat sem viðskiptavinir sækja á valdan stað félagsins. Við pöntun vinnur Lemon með nafn, símanúmer, netfang og samskiptasögu. Slíkt er nauðsynlegt til að taka á móti pöntun og afgreiða hana. Lögð er áhersla á að ekki sé óskað eftir upplýsingum umfram það sem er nauðsynlegt til að afgreiða og vinna pöntun. 

Lemon tekur á móti starfsumsóknum á vefsíðunni www.lemon.is. Til að taka á móti umsókn og vinna með hana er nauðsynlegt að fá persónuupplýsingar frá viðkomandi. Umsækjendur þurfa að leggja fram nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Jafnframt þurfa þeir að leggja fram ferilskrá.

Lemon tekur á móti styrktarbeiðnum á vefsíðunni www.lemon.is. Einstaklingar og félög geta sótt um styrk/auglýsingu og þurfa að leggja fram eftirfarandi upplýsingar, nafn, netfang, símanúmer og upplýsingar um hvað á styrkja/auglýsa.

Viðskiptavinir geta verið í tölvupóstsamskiptum við Lemon og leggja fram upplýsingar um nafn og netfang. Einnig í flestum tilvikum upplýsingar um símanúmer.

Lemon er með samfélagsmiðla og geta viðskiptavinir verið í samskiptum við fyrirtækið í gegnum þá, Messenger, Instagram, Linkedin og TikTok. Til að vinna úr fyrirspurnum í gegnum þessa miðla vinnur Lemon með upplýsingar um notendanafn, mynd og skilaboð. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga fyrir ofangreindar vinnslur byggir alla jafna á samþykki, samningi eða lögmætum hagsmunum félagsins sbr. 1., 2. og 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.

Á veitingastöðum Lemon eru öryggismyndavélar. Þeim er ætlað að taka upp myndefni í öryggis- og eignavörsluskyni. Slík vinnsla persónuupplýsinga byggir á lögmætum hagsmunum félagsins sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.

Lemon safnar upplýsingum í gegnum vefsíðu með því að nota vefkökur, veflogga og aðra tækni. Er það gert til að hægt sé að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu og tryggja eðlilega virkni á vefnum. Þú getur lokað fyrir vafrakökur með því að breyta stillingum í þeim vafra sem þú notar.

Upptalning hér að ofan er ekki tæmandi listi yfir það sem við kunnum að vinna með og getur sem dæmi farið fram vinnsla persónuupplýsinga sem einstaklingar láta sjálfir af hendi.

Við vinnum aðeins persónuupplýsingar á lögmætan hátt og til samræmis við gildandi persónuverndarlöggjöf á hverjum tíma. Upplýsingar eru eingöngu notaðar í þeim tilgangi sem liggur að baki söfnun þeirra og ekki í öðrum ósamrýmanlegum tilgangi.


Miðlun upplýsinga til þriðja aðila.

Lemon kann að deila upplýsingum með aðilum sem félagið starfar með sem sjá um rafrænar lausnir félagsins. Persónuupplýsingum kann að vera miðlað til þeirra á grundvelli samninga sem Lemon hefur gert við þau fyrirtæki sem taka á persónuvernd. Við vinnum með bókhaldsfyrirtæki sem sér um innheimtu, þau hafa aðgang að reikningstengdum upplýsingum. Þar liggur fyrir samningur á milli aðila þar sem kveðið er á um trúnað.


Hver er varðveislutími persónuupplýsinga?

Við geymum upplýsingar eins lengi og þörf krefur og í samræmi við þann tilgang sem þeim var safnað. Eftir það er þeim eytt með öruggum hætti, enda sé ekki lengur til staðar ástæður fyrir varðveislu.


Öryggi persónuupplýsinga

Mikið er lagt upp úr öryggismálum og er gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Er það gert með aðgangsstýringum að kerfum og lögð er áhersla á að takmarka skuli aðgang að upplýsingum við þá starfsmenn sem nauðsynlega þurfa aðgang í samræmi við tilgang vinnslunnar. Allt okkar starfsfólk er bundið trúnaði í starfi.


Þín réttindi

Þú nýtur ákveðinna réttinda á grundvelli persónuverndarlaga. Þú átt rétt til aðgangs að upplýsingum um þig sem geymdar eru hjá okkur og upplýsingum um hvernig unnið er með persónuupplýsingarnar. Þú átt einnig rétt á því að leiðrétta óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þig. Þú getur í ákveðnum tilvikum átt rétt á að þínum persónuupplýsingum sé eytt og rétt til takmörkunar á vinnslu. Ef þú hefur fyrirspurnir eða óskir um eitthvað af ofangreindu þá getur þú sent tölvupóst á [email protected]

Réttindi þín eru ekki fortakslaus og getur beiðni verið hafnað eftir því sem lög segja til um. Ávallt er hægt að senda tölvupóst á okkur á [email protected] til að fá frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.

Sérstök athygli er vakin á því að sért þú ósátt/ur við meðferð á persónuupplýsingum þínum getur þú sent erindi til Persónuverndar.


Endurskoðun á stefnu

Þessi persónuverndarstefna er reglulega endurskoðuð. Lemon áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnunni í samræmi við breytta löggjöf eða vegna breytinga við meðferð persónuupplýsinga hjá félaginu. Ef gerðar eru breytingar á stefnunni mun uppfærð útgáfa vera birta á www.lemon.is


Þessi persónuverndarstefna var sett þann 13. mars 2025.